Við hjálpum þeim sem hjálpa
Viðskipti eru alls konar. En á tímum gervigreindar, vefverslunar og heimsendra máltíða er eitthvað svo einstaklega mannlegt við persónulega þjónustu. Manneskja að hjálpa manneskju: klippa hár, nudda bak, hnykkja lið og hlusta.
Við berum höfuðið hátt og erum tilbúin að takast á við heiminn þegar við löbbum út af hárgreiðslustofunni nýklippt og okkur líður eins og nýrri manneskju þegar við skiljum við kírópraktorinn eða sálfræðinginn.
Persónuleg þjónusta er ekki bara eitt elsta form viðskipta, heldur líka það sjálfbærasta. Löngu áður en fyrstu kindinni var skipt fyrir hveiti höfðu manneskjur sérhæft sig og skipst á greiðum - sem í eðli sínu þarf ekki að hafa nein neikvæð áhrif á náttúruna eða umhverfið okkar.
Við hjá Noona trúum því að viðskipti eigi að vera áreynslulaus, ósýnileg og sjálfbær. Þess vegna búum við til einföld en öflug tól fyrir bæði fyrirtæki og fólk sem gerir samskipti þeirra á milli einfaldari og skipulagið þar á bak við sjálfvirkt.
Viðskipti eru eitt mikilvægasta og flóknasta form samskipta. Merkið okkar, spjallbúbblurnar tvær, táknar hringrás samskipta og kristallar þar af leiðandi tilgang okkar.
Laus störf
Ýttu hér til að sjá lausar stöður.
Ef þig langar að vinna hjá Noona en sérð ekkert fyrir þig hér að ofan, sendu okkur samt línu á noona@noona.is og segðu okkur frá þér. Hver veit?
Kjör og aðstaða
- Við ráðningu færðu tölvu að eigin vali og allt annað sem þú þarft til að vinna þína bestu vinnu
- Hægt er að velja á milli prívat skrifstofu eða deila með öðrum (ef ekki er unnið að heiman eða úr öðru landi)
- Við borgum samkeppnishæf laun byggð á gagnsæum launastrúktúr.
- Kaupréttir í boði
Kúltúr
Við erum lítill hópur forvitinna einstaklinga með opinn hug fyrir öllu og öllum. Þegar við eldum saman hádegismat á skrifstofunum okkar í Skútuvogi, eða hittumst á föstudagsfundum á Zoominu, þá tölum við um tækni, hönnun, vörur sem við elskum, vörumerki sem við horfum upp til, ávanabindandi tölvuleiki og sjónvarpsþætti - en allt hefur þetta einhver áhrif á vörurnar sem við smíðum.
Við höfum margra ára reynslu af hugbúnaðargerð og höfum lært af mörgum mistökum á leiðinni. Þó við séum fjölbreyttur hópur þá deilum við ákveðnum prinsippum sem er ætlað að hjálpa okkur að tala saman og vera sammála um hvernig við nálgumst þá milljón hluti sem þarf alltaf að gera.
- Hreinskilni innanhús, við viðskiptavini og umheiminn
- Þolinmæði, því gæði taka tíma.
- Gagnsæi, svo að allir séu á sömu blaðsíðu.
- Forvitni sem leiðir áfram sífelldar framfarir.
Þó svo við höfum mikla trú á þeim gildum sem hafa leitt okkur áfram hingað til er fyrirtækið enn nægilega ungt til að breytast. Eftir því sem teymið stækkar mun erfðamengi fyrirtækisins vonandi gera það líka.
Við vinnum auðvitað eftir Agile (Scrum) aðferðafræðinni sem við höfum síðan mótað að okkar eigin aðstæðum. Vinnuferlið okkar er auðvitað í sífelldri þróun, eins og það á að vera.
Viltu vita enn meira um kúltúrinn okkar? Tékkaðu þá á þessu:
Af hverju að vinna hjá Noona?

Skrifstofa
Staðreyndir
Tímatal - Tímabókunarkerfi fyrir þjónustufyrirtæki
- 350+ viðskiptavinir um allt land
- 1000+ starfsmenn nota Tímatal daglega
- 80.000 tímar bókaðir mánaðarlega
- 50%+ íslendinga hafa verið bókaðir í Tímatal
Noona - Markaðstorg fyrir tímapantanir
- 300+ fyrirtæki skráð
- 15 mismunandi tegundir fyrirtækja
- 15.000 tímar bókaðir á mánuði
- 15% mánaðarlegur vöxtur sl. ár