Teymið (frá hægri til vinstri)
Kjartan Þórisson - Stofnandi og framkvæmdastjóri vöruþróunar. Vörusnillingur. Ákveður vörusýn, planar spretti, veitir ráð um hönnun og tæknilegar útfærslur, og forritar sjálfur í millitíðinni.
Gunnar Torfi - Tæknistjóri. Hefur óbrennandi forvitni fyrir öllu sem viðkemur tækni og forritun. Sankar leikandi að sér þekkingu og færni í frítíma sínum sem hjálpar honum oft í vinnunni.
Jón Hilmar - Framkvæmdarstjóri. Bregður sér í það hlutverk sem mest vöntun er eftir. Reynir að byggja hlutverkið upp þar til hlutverkið þarf hæfari einstakling til að sinna því. Sinnir nú ráðningarmálum og mun næst sinna útlandavæðingu.
Óskar Helgi - Hugbúnaðarsérfræðingur. Bassaleikari forritunarteymisins sem sér til þess að engin steinn sé skilinn eftir ósnúinn. Hugsar mikið og hugsar djúpt. Bakar frábær súrdeigsbrauð, tekur sér langa göngutúra og ræktar margar plöntur.
Hafsteinn Björn - Sölu- og fjármálastjóri. Sér um að halda hallatölu Tímatals jákvæðri með því að koma nýjum viðskiptavinum vel fyrir. Heldur vélinni gangandi með því að spá fyrir um fjármagnsþarfir framtíðar og sér til þess að við séum á grænni grein.
Rán Ísold - Hönnuður. UI og UX öfgakona sem kafar djúpt ofan í kanínuholur og rannsóknarleiðangra hvernig best sé að nálgast hönnun á hverjum degi. Lærir um þessar mundir HTML og CSS.
Fjárfestar
SaltPay - Á bak við alþjóðlega fjártæknifyrirtækið SaltPay standa nokkrir af afkastamestu frumkvöðlum heims. Forstjóri félagsins, Eduardo Pontes, stofnaði meðal annars StoneCo, en félagið er stærsta fjártæknifyrirtæki Suður Ameríku. Stone var skráð á markað árið 2018 og er metið á 18 milljarða bandaríkjadala.