📱

Vörurnar okkar

Í dag rekum við tvær vörur, Tímatal og Noona. En þó nöfnin séu ekki þau sömu eru vörurnar tvær hliðar á sama peningnum. Án Tímatals væri Noona ekki til, og að sama skapi er Noona stærsta ástæðan fyrir velgengni Tímatals.

Tilgangur þeirra beggja er að hjálpa fólki að hjálpa fólki.

Tímatal

Tímatal uppfyllir tilgang sinn með því að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum sem taka við tímabókunum að fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir að þau geti sinnt starfi sínu af fullri athygli.

Kjarni Tímatals er CRM kerfi (Customer Relationship Management) og dagatal. Í Tímatali geyma hárgreiðslustofur, sálfræðingar, kírópraktorar, snyrtistofur, verkstæði, og fleiri tegundir af fyrirætkjum allar tímabókanir sínar ásamt upplýsingum um viðskiptavini.

Ástæður þess að viðskiptavinir okkar nota Tímatal eru margvíslegar, en helsta hlutverk Tímatals hjá flestum er að:

Fækka skrópum
Bæta þjónustustig
Minnka tímaeyðslu
Fjölga bókunum

Staðreyndir

450+ fyrirtæki greiða fyrir Tímatal

1.500+ starfsmenn nota Tímatal daglega

130.000+ tímar bókaðir á hverjum mánuði

Noona

Noona er sú hlið peningsins sem snýr að viðskiptavinum fyrirtækjanna sem nota Tímatal.

Noona er app og vefur þar sem einstaklingar geta bókað sér tíma hjá tæplega 300 fyrirtækjum um allt land, hvar og hvenær sem er. Ásamt því geta þau líka afbókað og fært tíma sem þau eiga bókaða hjá fyrirtækjum sem nota Tímatal.

Þegar einstaklingur bókar sér tíma á Noona fer tíminn beint inn í Tímatal fyrirtækja. Það er einungis vegna þess að Tímatal veit hvenær þjónustuveitandinn er bókaður og hvenær ekki sem Noona getur boðið upp á þá þjónustu sem það gerir.

Staðreyndir

70.000+ notendur

40.000+ tímar bókaðir á hverjum mánuði