🏡

Af hverju að vinna hjá Noona?

Laus störf

Öll fyrirtæki þurfa á einhverjum tímapunkti að taka ákvörðun um hverjum það þjónar. Er fyrirtækið til fyrir viðskiptavini þess, starfsmenn, eða eigendur og fjárfesta?

Mantran á opnum mörkuðum er að hlutverk fyrirtækis sé að veita hluthöfum þess góða ávöxtun. Nýtískulegri fyrirtæki hafa ættleitt þann hugsunarhátt að viðskiptavinurinn eigi að vera í forgangi. Að tilgangur félagsins sé að hjálpa viðskiptavinum þess, og að allt annað sé aukaatriði.

Báðum þessum sjónarhornum erum við ósammála.

Að byggja fyrirtæki er leikur. Markmið leiksins er að hjálpa eins mörgum og hægt er með góðri vöru. Peningar eru eldsneyti sem hlúa að því markmiði á sama tíma og þeir mæla hve vel gengur að hjálpa viðskiptavinum. En að hjálpa eða græða er ekki raunverulegur tilgangur leiksins. Tilgangur leiksins, eins og allra leikja, er að leikmennirnir njóti hans.

Leikmennirnir okkar eru starfsmenn félagsins, og því er tilgangur Noona að veita þeim hamingju.

Fyrirtæki er ekkert án þeirra sem um það hugsar á hverjum degi. Það er fólkið sem á endanum ákvarðar hvort fyrirtæki gengur eða ekki. Þegar fólki líður vel, þá stendur það sig vel. Það er einungis þá sem sem við getum sigrað leikinn.

Því er það markmið okkar hjá Noona að gera Noona að besta vinnustað í heimi

Smelltu á örina til að sjá Lausar stöður

Hvað er besti vinnustaður í heimi?

Þegar við tölum um vinnustað, eigum við ekki bara við um skrifstofurnar okkar. Vinnustaður er meira heldur en kaffivélin eða tölvan sem þú notar. Vinnustaðurinn þinn er allt umhverfið sem umlykur vinnuna þína. Fundir, ferlar og vinnan sjálf er hluti af vinnustaðnum þínum.

Hvar besta vinnustað í heimi má finna er huglægt mat hvers og eins. En við höldum að besti vinnustaður í heimi eigi að:

  1. Ýta undir að þú vinnur bestu vinnu lífs þíns svo þú horfir stolt / stoltur til baka á það sem þú áorkaðir.
  2. Veita þér hlutverk, tilgang, heimili og þá tilfinningu að þú tilheyrir.
  3. Vera vettvangur fyrir þig til að vaxa og dafna.

Noona á að spila þetta hlutverk í lífi starfsmanna

Fólkið okkar

Stærsta breytan sem hefur áhrif á vinnustaðinn þinn er fólkið sem þú vinnur með. Okkur mun aldrei takast að hjálpa þér að vaxa ef við umkringjum þig ekki með frábæru fólki. Þú munt einungis sinna þinni bestu vinnu með rétta fólkinu. Tilgang og heimili er ekki hægt að finna án annarra.

Frábært fólk er af öllum stærðum og gerðum. Okkur er alveg sama hvort þú ert strákur eða stelpa, hvort þú sért talari eða hugsari, eða hvort þú kjósir dreifða vinnu eða vilt borð á skrifstofunni okkar í Skútuvoginum.

En af okkar reynslu eru vissir eiginleikar og ávanar sem einkennir einstaklinga sem geta búið til besta vinnustað í heimi. Þú getur skoðað þá hér fyrir neðan til að máta þá við þig.

📈Jákvæð hallatala vegna forvitni

Þú ert með bratta og jákvæða hallatöluna. Þú verður betri og betri á hverjum degi með því að vera í sífelldri leit að þekkingu og hæfileikum. Þú stenst ekki freistinguna að skoða bækur, myndbönd og annað efni vegna þess hve forvitin/nn þú ert.

Góð merki: Þú lest, tekur námskeið, skrifar daglega og skoðar hugsanir þínar eða gerir annað sem ber þess merki að þú sért náttúrulega forvitin.

☯️ Gott sjálfsálit, lítið egó

Þú horfir á endurgjöf sem gjöf. Sem tækifæri til að vaxa. Þú trúir að þú getur sigrast á erfiðum vandamálum, þó þú sjáir ekki lausnina strax. Þú horfir í augu veikleika þinna, og þú fagnar styrkleikum þínum.

Góð merki: Þú sýnir þrautsegju, hugleiðir, ert með jafnaðargeð, ert í góðum samböndum og átt auðvelt með að samgleðjast.

👁 Hreinskilni og leit að sannleik

Þú ert hreinskilin / hreinskilinn gagnvart þér og öðrum. Þú segir það sem þér finnst og það sem þú heldur að sé rétt, en gerir það þó aldrei til þess eins að sigra samræður. Þú ert að leita að sannleikanum og ert tilbúin að hafa rangt fyrir þér. Þú ert ávallt með æðra markmiðið í huga.

Góð merki: Þú hugleiðir, þorir að tjá þig, og átt í góðum samböndum.

🧗‍♀️ Opinn hugur

Vöxtur krefst breytinga. Án þess að trúa því að hægt sé að breytast, munt þú hringspóla í slæmum ávönum og eiginleikum. Þú ert opin fyrir hugmyndum annarra og ert vökul / vökull fyrir slæmum hugmyndum sem krauma innra með þér.

Góð merki: Hefur breytt skoðun þinni á sjálfum þér (dæmi: Ég var B-manneskja, nú er ég A-manneskja)

🧘‍♂️ Þolinmæði

Þú leitar ekki að styttri leiðum. Þú skilur að árangur tekur tíma og þú flýtir þér ekki. Þú forðast skammtímalausnir sem hægt er að hakka saman. Þú vilt heldur taka þér tíma og byggja traustan grunn. Þú kemur fram við lífið eins og það sé maraþon, ekki sprettur.

Góð merki: Góðir ávanar, þú getur tekið þér tíma í erfitt verkefni, þú drífur þig ekki að bursta í þér tennurnar.

🧭 Vel stilltur móralskur áttaviti

Þú reynir þitt allra besta að gera aldrei það sem er rangt. Hvorki gagnvart sjálfum þér eða öðrum. Þig langar að hafa jákvæð áhrif á fólkið í kringum þig eins og heiminn allan.

Góð merki: Þú gefur öðrum lof. Þú átt auðvelt með að samgleðjast. Þú hendir aldrei rusli á jörðina. Þú hjálpar þegar þú ert beðin/ beðinn um hjálp.

Enginn ber þessa eiginleika á fullkominn máta. En svo lengi sem við hjálpum hvort öðru að rækta þá, höldum við að þessi eiginleika-mixtúra muni skila okkur niður réttan veg í áttina að merkingarfullu lífi.

Ef þetta hljómar eins og vinnustaður sem þú vilt hjálpa okkur að skapa, smelltu hér til að sækja um!

Hvernig vinnum við?

Vöruþróun
Fundir
Vinnutími
Utan vinnu

Aðrar síður

Hoppaðu á aðrar síður til að lesa meira

Noona Wiki
Noona Wiki