👩‍💻

Hugbúnaðarsérfræðingur / Software Developer

👇

English version below

Um Noona

Noona er ungt og metnaðarfullt hugbúnaðarfyritæki sem býr til hugbúnað fyrir kaupendur og seljendur persónulegrar þjónustu. Við eigum og rekum þjónustumarkaðstorgið Noona og tímabókunarkerfið Tímatal.

Markmið okkar er að hjálpa fólki að búa til merkingarfull viðskiptasambönd í sínu nánasta umhverfi. Við trúum því að viðskipti eigi að vera áreynslulaus, ósýnileg og sjálfbær. Þess vegna búum við til einföld en öflug tól fyrir bæði fyrirtæki og fólk sem gerir samskipti þeirra á milli einfaldari og skipulagið þar á bak við sjálfvirkt.

🏡
Af hverju að vinna hjá Noona?

Um stöðuna

Hugbúnaðarsérfræðingur hjá Noona vinnur náið með vöruteymi sem samanstendur af öðrum forriturum, vörustjóra og hönnuði með það að markmiði að búa til hugbúnaðarvörur sem fólk elskar að nota, og infrastrúktúr sem getur staðist tímans tönn.

Við erum ennþá lítið fyrirtæki og því þurfa Noona forritarar að vera sveigjanlegir. Hinn fullkomni umsækjandi er því annað hvort framenda- eða bakendasérfræðingur, en getur tekið að sér verkefni á hinum endanum.

Tímabókunarkerfið Tímatal byggir á MeteorJS með React framenda. Noona appið er skrifað í React Native og Noona.is vefurinn í React. Bakendakerfin okkar eru skrifuð í Typescript.

Við vinnum eftir okkar eigin útfærslu af SCRUM sem við höfum sérsniðið að okkar þörfum. Við vinnum í þriggja mánaða törnum sem kallast Epics sem eru brotnir niður í þrjá þriggja vikna spretti með skipulagsviku inn á milli. Skipulagsvikurnar eru stór partur af okkar DNA og eru frábært tækifæri til þess að rannsaka vel mögulegar útfærslur og stuðla að því að allt sé borðliggjandi þegar spretturinn byrjar.

Hjá Noona eru stórar tæknilegar áskoranir framundan. Til þess að framkvæma það sem við ætlum okkur að gera þarf frábæra forritara sem búa yfir karakter og eru ástríðufullir fyrir því sem þeir gera og vilja verða betri.

Hingað til hefur okkur gengið vel að áorka miklu með litlu. Með einungis tvo (og hálfan) forritara hefur okkur tekist að búa til tvær elskaðar vörur, eina með 50.000 notendur og aðra með 300+ viðskiptavini í mánaðarlegri áskrift. Ef þú ert að leita að áskorun og ævintýri, þá er Noona vinnustaðurinn fyrir þig.

Þú munt bera ábyrgð á...

 • Að útfæra það sem vöruteymið sammælist um að gera, á þann hátt sem uppfyllir allar kröfur vörustjóra, hönnuðar og notenda.
 • Að upplifun notandans af því sem þú útfærir sé jákvæð.
 • Að viðhalda góðum samskiptum við vinnufélaga, sama hvort þeir eru á sömu skrifstofu eða remote.
 • Að bregðast fljótt við þegar eitthvað fer úrskeiðis.
 • Að tæknilegar nýjungar séu skjalaðar.

Hæfniskröfur

 • Breið og djúp þekking á Javascript, React og CSS, ásamt helstu prinsippunum þar á bak við.
 • Reynsla af því að nota Typescript.
 • Reynsla af því að nota Git.
 • Skilningur á bæði GraphQL og RESTful vefþjónustum.
 • Skilningur á NoSQL gagnagrunnum eins og MongoDB.
 • Getur tjáð sig vel í rituðu og töluðu máli á bæði ensku og íslensku.
 • Vinnur vel í teymi og á auðvelt með að byggja upp traust og sambönd innan teymis og utan þess.
 • Getur tekið við uppbyggilegri gagnrýni og gefið slíka.
 • Rík þjónustulund gagnvart viðskiptavinum og teymismeðlimum.

Bónus-stig ef þú...

 • Hefur reynslu af þróun í React Native.
 • Hefur reynslu af MeteorJS.
 • Hefur þekkingu á Docker og Kubernetes.
 • Hefur þekkingu á CI/CD ferlum.
 • Hefur ástríðu fyrir því að búa til góða notendaupplifun.
 • Hefur smíðað hugbúnað fyrir utan skóla eða vinnu.
 • Hefur tekið þátt í að smíða flókið samþætt kerfi frá grunni.
 • Hefur tekið þátt í að smíða kerfi með notendur í mörgum löndum.
 • Hefur tekið þátt í að smíða kerfi á mörgum tungumálum.
 • Finnur merkingu og tilgang í því að hjálpa öðru fólki.
 • Ert tilbúin/nn að axla mikla ábyrgð og uppskera í samræmi við hana.

Við bjóðum...

 • Samkeppnishæf laun byggð á opnum launastrúktúr og kaupréttir
 • Skrifstofurými eða fjárhagslega aðstoð við að búa til gott remote vinnurými
 • Kúltúr sem leggur áherslu á vöxt og vellíðan
 • Kaupréttir

Viltu vita meira?

Kíktu á Wiki síðuna okkar til að lesa meira um vörurnar okkar, hvernig það er að vinna hjá Noona, og læra meira um fólkið sem þú myndir koma til með að vinna náið með.

Noona Wiki

English

About Noona

Noona is a young and energetic software company that creates products for buyers and sellers of local and personal services. We own and operate the services marketplace Noona and the CRM-Scheduling application Timatal.

Our mission is to Help locals everywhere build meaningful and lasting business relationships. We believe that business should be effortless, sustainable and human. That is why we create simple yet powerful tools for businesses and people that simplifies communication and automates the hassle.

About the role

A software developer at Noona works closely with the product team, consisting of other developers, a product manager and a designer, with the goal of creating products that people love to use with an infrastructure that is capable of standing the test of time.

We are still a small company so Noona developers need to be flexible. The perfect candidate is either a frontend or backend specialist, but can navigate the other end with confidence.

Our core product, the CRM/Scheduling app Timatal, is built with the MeteorJS framework with a React frontend. The Noona app is a React Native application for iOS and Android and the Noona.is web was created with React. Our backend systems are written in Typescript.

We work according to our own version of SCRUM that we have designed according to our own specific needs. We work in three month sessions that we call Epics that are further broken down into three 3-week sprints with a single planning week in between. The planning weeks are a big part of our DNA and they represent a great opportunity to do research in addition to making sure that we have our work cut out for us when the sprint begins.

There are big challenges ahead of us at Noona. To successfully accomplish what we intend to do we need great developers with character, a passion for what they do and a strong growth mindset.

Until now, we have managed to accomplish a lot with little. With only two (and a half) developer, we have managed to create two beloved products, one with over 50.000 users only in Iceland and another with 300+ b2b customers with an active subscription. If you are looking for challenge and adventures, Noon is the right place for you.

You will be responsible for

 • Developing what the product team decides must be done, in a way that fulfils the requirements of the product manager, designer and users.
 • Helping us make sure that we are following best practices when it comes to creating software products that are fast, secure, reliable and accessible.
 • Making sure the user experience of what you create is as positive as you possibly can make it.
 • Building and maintaining positive relationships with coworkers, no matter whether they work in the same office as you or remotely.
 • Quickly reacting to things that go wrong, when they inevitably do.

Competency requirements

 • Broad and wide knowledge of Javascript, React and CSS - including the underlying principles and methodology.
 • Experience with Typescript.
 • Experience with using Git.
 • Understanding of both GraphQL and RESTful APIs
 • Understanding of NoSQL databases, for example MongoDB
 • Strong communication skills in both written and spoken language.
 • Strong team-player attitude. Is capable of relationships with a core of trust and respect both inside of a team and outside of it.
 • Can accept and give constructive criticism.
 • A positive service attitude, both when it comes to the customers and the team.

Bonus-points if you

 • Have experience using React Native
 • Have experience using MeteorJS
 • Have knowledge of Docker and/or Kubernetes
 • Have knowledge of CI/CD pipelines
 • Have created any working software outside of school or work.
 • Have taken part in creating a complex integrated system from ground-up.
 • Have taken part in creating a software product with users in multiple countries
 • Have taken part in creating a software product that supports multiple languages
 • Find meaning and purpose in helping other people.
 • Are ready to accept a lot of responsibility and be rewarded accordingly.

We offer...

 • Competitive salaries based on an open and transparent salary system + options
 • A nice, cozy office or financial help building a good remote setup at home
 • A strong culture that is optimized for growth and wellbeing